Hoppa yfir valmynd

Frétt

7. maí 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Leitað verður að nýju húsnæði fyrir Náttúrufræðistofnun

Náttúrufræðistofnun Íslands
Náttúrufræðistofnun Íslands

Umhverfisráðherra hefur fengið heimild frá ríkisstjórn Íslands til að auglýsa eftir hentugu húsnæði til leigu fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands sem uppfyllir þörf stofnunarinnar fyrir almennan rekstur og vísindasöfn.

Náttúrufræðistofnun hefur nú aðsetur í Reykjavík og á Akureyri. Húsnæðisaðstaða stofnunarinnar er góð á Akureyri en í Reykjavík uppfyllir hún ekki þær kröfur sem gera verður til starfsemi hennar. Stofnunin er með aðstöðu fyrir allan almennan rekstur og sýningasafn að Hlemmi. Stofnunin flutti í húsnæðið til bráðabirgða en hefur verið þar síðan. Hluti af vísindasöfnum Náttúrufræðistofnunar er vistaður að Hlemmi en stærsti hluti þeirra er hins vegar geymdur í húsnæði í Súðarvogi sem tekið var á leigu fyrir stofnunina á árinu 2001 og var eingöngu hugsað til bráðabirgða eigi lengur en til ársins 2004 eða þar til viðunandi lausn fengist fyrir húsnæði fyrir stofnunina, vísindasöfnin og sýningasafnið.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum