Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. maí 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ráðstefna um mannréttindi fatlaðra

Í dögun nýrrar aldar hafa 85 þjóðir auk Íslendinga staðfest mikilvægan alþjóðasamning á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi fatlaðra. Ráðstefna um gildi lagalegrar framþróunar á þessu sviði verður haldin í Háskóla Reykjavíkur 27. til 28. september 2007 undir yfirskriftinni „The Human Rights of Persons with Disabilities, from Social Policy to Equal Rights“.

Markmiðið með ráðstefnunni er að kanna lagaþróun hvað snertir málefni fatlaðra innan og utan Evrópu og hvernig mannréttindi þeirra eru tryggð í löggjöf þjóðanna.

Ráðstefnan er haldin á vegum Háskóla Reykjavíkur og Mannréttindaskrifstofu Íslands í samstarfi við Evrópuár jafnra tækifæra, Öryrkjabandalagið og Landssamtökin Þroskahjálp. Innlendir sem erlendir fræðimenn á sviði  lögfræði, félagsfræði, stjórnmálafræði og fötlunarfræði halda fyrirlestra.

Skráning fer fram á sérstakri heimasíðu ráðstefnunnar hjá Háskóla Reykjavíkur en þar má einnig nálgast frekari upplýsingar.

Skjal fyrir Acrobat ReaderDrög að dagskrá



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum