Hoppa yfir valmynd

Frétt

10. maí 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra ræsti kurlvél Fjölsmiðjunnar

Umhverfisráðherra við kurlvélina ásamt starfsfólki Fjölsmiðjunnar.
Í Fjölsmiðjunni

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra ræsti í morgun kurlvél í húsakynnum Fjölsmiðjunnar. Umhverfisráðherra veitti 1.500.000 kr. styrk til kaupa á vélinni í nóvember á liðnu ári. Ætlunin er að auka enn þátttöku Fjölsmiðjunnar í endurnýtingu og með kaupum á vélinni skapast verkefni fyrir a.m.k. sex unglinga.

Vélin er íslensk smíð og verður notuð til að kurla niður bylgjupappa sem nýtist þannig hestamönnum og hænsna- og svínaræktendum.

Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk og þar er því gefið tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. Nálgast má frekari upplýsingar um Fjölsmiðjuna á heimasíðu hennar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum