Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. maí 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Arnarnesstrýtur og hluti jarðarinnar að Hrauni í Öxnadal friðlýst

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra og Axel Grettisson, oddviti Arnarneshrepps, undirrita friðlýsingu Arnarnesstrýta.
Í Lísukaffi á Hjalteyri

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra undirritaði í gær friðlýsingar fyrir hluta jarðarinnar að Hrauni í Öxnadal og Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar. Markmið friðlýsingarinnar að Hrauni er að vernda svæðið til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu en Arnarnesstrýtur eru friðlýstar til að vernda megi einstök náttúrufyrirbrigði sem felst í myndun hverastrýtnanna, efnasamsetningu, útliti og lögun ásamt lífríki.

Friðlýst svæði Hrauns í Öxnadal mun ná yfir 2.286 hektara jarðarinnar. Verndargildi svæðisins byggir auk þess á því að landslag og náttúrufar, sérstaklega jarðmyndanir, eru mjög fjölbreytt og eru þar m.a. mikilvægar minjar um horfna búskaparhætti. Verndargildi svæðisins tengist einnig bókmenntaarfi þjóðarinnar, en þar fæddist skáldið og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson.

Arnarnesstrýtur eru friðlýstar til að vernda megi einstök náttúrufyrirbrigði sem felst í myndun hverastrýtnanna, efnasamsetningu, útliti og lögun ásamt lífríki, þar með talin örveruvistkerfi sem þar þrífst við óvenjulegar aðstæður. Hverastrýturnar eru allt að 10 metra háar og standa á 25 metra til 45 metra dýpi. Samkvæmt friðlýsingunni eru togveiðar, netalagnir og línuveiðar bannaðar við náttúruvættið og á jaðarsvæði þess.

Kort af friðlýsingu að Hrauni í Öxnadal.

Kort af friðlýstu svæði á botni Eyjafjarðar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum