Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. maí 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra heimsækir stofnanir ráðuneytisins

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra afhendir Ellý Katrínu Guðmundsdóttur, forstjóra Umhverfisstofnunar, konfekt körfu í fyrstu heimsókn sinni á Umhverfisstofnun sem umhverfisráðherra.
Í Umhverfisstofnun

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur í dag og í gær heimsótt stofnanir sem heyra undir ráðuneytið. Í gær heilsaði hún upp á starfsfólk Umhverfisstofnunar og sagðist við það tilefni vera full tilhlökkunar að takast á við þau mörgu verkefni sem biðu hennar. Hún kvaðst þess fullviss að starfsmenn Umhverfisstofnunar hefðu miklar væntingar til hennar sem ráðherra en hún bæri ekki síður væntingar í brjósti til starfsmanna Umhverfisstofnunar og samstarfið yrði áreiðanlega gjöfult.

Í dag heimsótti umhverfisráðherra Landmælingar Íslands, Brunamálastofnun og Skipulagsstofnun. Á morgun sækir hann Veðurstofu Íslands heim og opnar formlega nýjan vef stofnunarinnar.

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum