Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. júní 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Átak í þágu barna og ungmenna

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnti í dag ásamt þremur ráðherrum áætlun til að bæta hag barna og ungmenna.

Áætlunin er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 23. maí 2007 og það verður Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, sem leggur fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til fjögurra ára, fyrir árin 2007–2011, til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Í yfirlýsingu sem félagsmálaráðuneytið sendi frá sér af þessu tilefni segir að ríkisstjórnin muni “beita sér fyrir markvissum aðgerðum í þágu barna og barnafjölskyldna á kjörtímabilinu og með þingsályktunartillögunni er lögð fram til umfjöllunar á Alþingi heildstæð fjögurra ára aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna hér á landi.”

Meðal þess sem ætlunin er að gera er að vinna á biðlistum barna og ungmenna sem bíða eftir greiningu hjá barna- og unglingageðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Þegar í stað á að grípa til aðgerða til að vinna á biðlistum á þessum sviðum þjónustu við börn og ungmenni. Er það forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar samkvæmt aðgerðaáætluninni.

Fjórir ráðherrar kynntu blaðamönnum aðgerðaáætlunina í dag þau Geir H. Haarde, forsætisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra.

Sjá nánar á vef félagsmálaráðuneytisins



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum