Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. júní 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

REACH hefur gengið í gildi innan Evrópusambandsins

Efni og efnablöndur.
Efni og efnablöndur.

REACH, ný reglugerð Evrópusambandsins um efni tók gildi föstudaginn 1. júní. Reglugerðin fjallar um skráningu, mat, leyfisveitingar og takmarkanir á notkun efna innan Evrópusambandsins og markmið sem setningu hennar er að vernda heilsu manna og umhverfi sem mest fyrir áhrifum efna.

Í umhverfisráðuneytinu er nú unnið að gerð lagafrumvarps sem byggir á REACH reglugerðinni og er stefnt að því að ljúka þeirri vinnu síðar á þessu ári.

Í tilefni gildistöku REACH í Evrópu hefur verið sett upp upplýsingasíða um REACH á heimasíðu Umhverfisstofnunar þar sem finna má upplýsingar um grunnþætti REACH og áhrif reglugerðarinnar á fyrirtæki sem framleiða, flytja inn, nota eða dreifa efnum.

Umhverfisstofnun Evrópusambandsins fjallar einnig um REACH á heimasíðu sinni.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum