Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. júní 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Samstarf Háskóla Íslands og Harvard háskóla um lýðheilsu

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, staðfesti í dag samstarfssamning Háskóla Íslands og Lýðheilsudeildar Harvard háskóla.

Ráðherra staðfesti undirritun samstarfssamningsins við athöfn í Hátíðarsal Háskóla Íslands, Fyrir hönd Háskóla Íslands er það Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og Harvard School of Public Health sem taka upp samstarf á grundvelli samstarfssamningsins. Í tilefni þess að samningurinn var gerður flutti Hans-Olov Adami, forseti faraldsfræðideildar Harvard School of Public Health, ávarp og þess utan var kynnt fyrsta rannsóknin sem gerð verður á grundvelli samkomulagsins.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum