Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. júní 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Atvinnuleysi minnkar enn

Vinnumálstofnun
Vinnumálastofnun

Skráð atvinnuleysi í maí 2007 var 1,1% sem jafngildir því að 1.759 manns hafi að jafnaði verið atvinnulausir í mánuðinum. Atvinnulausum hefur fækkað um 107 að jafnaði frá því í apríl síðastliðnum. Þá er atvinnuleysi mun minna nú en á sama tíma fyrir ári þegar það var 1,3%.

Atvinnuleysið var aðeins 0,8% meðal karla, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Atvinnuleysið var 1,1% meðal kvenna á höfuðborgarsvæðinu og hefur lítið breyst undanfarna mánuði. Atvinnuleysi kvenna á landsbyggðinni var hins vegar yfir 2% en hefur þó minnkað síðustu mánuði. Mest var atvinnuleysi kvenna á Suðurnesjum þar sem það er 4% en hefur þó minnkað mikið síðustu mánuði líkt og víðast annars staðar á landsbyggðinni.

Sjá nánar í frétt Vinnumálastofnunar og skýrslu um atvinnuástandið í maí 2007.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum