Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. ágúst 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Formaður samninganefndar heilbrigðismálaráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, hefur skipað formann samninganefndar heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra. Steingrímur Ari Arason, hagfræðingur, verður formaður samninganefndarinnar (SHTR). Nefndin breytist ekki að öðru leyti.

Samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra starfar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, sbr. 4. mgr. 42. gr. laga nr. 97/1990, og hefur það hlutverk að semja við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn um greiðsluþátttöku almannatrygginga vegna heilbrigðisþjónustu og við fyrirtæki og stofnanir vegna sambærilegrar þjónustu sem þar er veitt. Nefndin hefur náið samráð við ráðherra í störfum sínum.

Nefndarmenn eru:

Steingrímur Ari Arason, hagfræðingur, formaður

Kristján Guðjónsson, framkvæmdastjóri, varaformaður

Hallgrímur Guðmundsson, sérfræðingur

Ingibjörg K. Þorsteinsdóttir, deildarstjóri

Jón Sæmundur Sigurjónsson, hagfræðingur

Ólafur Gunnarsson, viðskiptafræðingur

Guðlaug Björnsdóttir er framkvæmdastjóri nefndarinnar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum