Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. september 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra

Skipað hefur verið að nýju í samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í samræmi við ný heilbrigðisþjónustulög sem tóku gildi 1. september sl.

Nefndin annast samninga við þá sem sinna heilbrigðisþjónustu og greiðsluþátttöku ríkisins vegna hennar fyrir hönd ráðherra samkvæmt nánari ákvörðun hans hverju sinni. Um hlutverk og starfshætti nefndarinnar er vísað til laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu og laga nr. 100/2007 um almannatryggingar.

Nefndin er þannig skipuð:

Steingrímur Ari Arason, hagfræðingur, formaður

Kristján Guðjónsson, framkvæmdastjóri, varaformaður

varamaður hans er Ragnar M. Gunnarsson, forstöðumaður

Ingibjörg K. Þorsteinsdóttir, deildarstjóri,

varamaður hennar er Ragna Haraldsdóttir, lögfræðingur

Hallgrímur Guðmundsson, sérfræðingur,

varamaður hans er Eyþór Benediktsson, hagfræðingur

Jón Sæmundur Sigurjónsson, hagfræðingur

Ólafur Gunnarsson, viðskiptafræðingur.

Guðlaug Björnsdóttir er framkvæmdastjóri nefndarinnar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum