Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. október 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Hæstiréttur staðfestir lögmæti úrskurðar umhverfisráðherra um umhverfismat

Hæstiréttur
Hæstiréttur

Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu héraðsdóms um að sýkna beri ríkið af kröfum Björgunar ehf. um að felldur verði úr gildi úrskurður umhverfisráðherra frá 15. nóvember 2006 um að efnistaka af hafsbotni í Kollafirði skyldi sæta mati á umhverfisáhrifum.

Stefnandi hefur stundað vinnslu malar og sands af hafsbotni frá árinu 1963. Fyrirhuguð efnistaka nú er 6.000.000 m3. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að fyrirhuguð efnistaka sé margfalt meiri og taki til stærra svæðis en kveðið sé á um í lögum um mat á umhverfisáhrifum, en þar eru taldar upp framkvæmdir sem eru ávallt háðar mati á umhverfisáhrifum. Því hafi verið réttilega ákveðið að framkvæmdir áfrýjanda skyldu sæta mati á umhverfisáhrifum.

Hægt er að lesa dóminn í heild sinni á heimasíðu Hæstaréttar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum