Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. október 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Bætur vegna félagslegrar aðstoðar aukast

Bætur sem Tryggingastofnun greiðir út hafa í heild aukist um rúmlega fjórðung þegar borinn er saman reikningur árisins 2006 og fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Hækkun bóta Tryggingastofnunar ríkisins er með öðrum orðum 25,4% hærri samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en þær voru samkvæmt reikningi ársins 2006. Samkvæmt reikningi voru bæturnar í heild tæpir 58 milljarðar samkvæmt reikningi ársins 2006 en verða samkvæmt fjárlagafrumvarpinu 72,6 milljarðar.

Til málaflokksins teljast bætur um félagslega aðstoð, lífeyristryggingar, sjúkratryggingar, slysatryggingar, sjúklingatrygging, eftirlaunasjóður aldraðra og Tryggingastofnun ríkisins sjálf.

Bætur um félagslega aðstoð hafa hækkað í fjárlögum borið saman við reikning ársins 2006 um 23,4% í heild svo dæmi sé tekið. Mæðra- og feðralaun hækka til dæmis miðað við þessar gefnu forsendur um 25,7%, umönnunargreiðslur um 17,6%, makabætur- og umönnunargreiðslur um 63,2%, endurhæfingarlífeyrir um tæpan þriðjung og uppbætur vegna bifreiðakaupa hækka samkvæmt frumvarpinu borðið saman við reikning ársins 2006 um 167%.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum