Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. október 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Forstjóri UNEP er heiðursgestur umhverfisþings 2007

Achim Steiner, framkvæmdastjóri UNEP.
Achim Steiner

Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP), verður heiðursgestur Umhverfisþings 2007. Hann mun flytja ávarp við setningu þingsins klukkan 9:00 að morgni föstudagsins 12. október. Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, tilnefndi Achim Steiner í stöðu framkvæmdastjóri UNEP í fyrra. Hann er fimmti framkvæmdastjóri UNEP frá stofnun hennar árið 1972.

Stofnunin er leiðandi í alþjóðlegri stefnumótun á sviði umhverfismála og veitir ríkisstjórnum og Sameinuðu þjóðunum vísindalegar ráðleggingar um umhverfismál.

Áður en Achim Steiner hóf störf hjá UNEP starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá World Conservation Union, en þau samtök eru mjög áhrifamikil á sviði náttúruverndar og í verkefnum tengdum umhverfis- og auðlindastjórnun. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá The World Commission on Dams.

Achim Steiner er Þjóðverji en hann fæddist í Brasilíu árið 1961 þar sem hann bjó í tíu ár. Hann lauk BA prófi frá University of Oxford og MA gráðu frá University of London. Hann hefur einnig stundað nám í German Development Institute í Berlín og í Harvard Business School.

Heimasíða UNEP.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum