Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. október 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisþingi varpað beint á netinu

Umhverfisráðuneytið
Umhverfisráðuneytið

Umhverfisráðuneytið vill vekja athygli staðardagskrárfulltrúa, sveitarstjórnarmanna og alls áhugafólks um umhverfismál á að fundum Umhverfisþings 2007 verður varpað beint á heimasíðu umhverfisráðuneytisins, www.umhverfisraduneyti.is/umhverfisthing. Með því er komið til móts við þá sem vilja fylgjast með umræðunum en eiga ekki heimangengt. Einnig verður fjarstöddum boðið að senda þinginu athugasemdir og spurningar á tölvupóstinn [email protected].

Eftir hádegi á föstudag verður sýnt beint frá málstofu II á fundinum þar sem umfjöllunarefnið verður náttúra og byggð. Þar eru meðal framsögumanna Svanfríður Jónasdóttir sem mun fjalla um hvort sátt sé möguleg milli verndar og nýtingu náttúrusvæða og Ari Þorsteinsson mun fjalla um tækifæri í ríki Vatnajökuls. Dagskrá Umhverfisþings má nálgast á slóðinni /media/umhverfisraduneyti-media/media/PDF_skrar/dagskra.pdf.

Útsending umhverfisráðuneytisins frá Umhverfisþingi 2007 er í anda framkvæmdaáætlunar Dagskrár 21 og stefnu stjórnvalda um nýtingu upplýsingatækni, sem báðar gera ráð fyrir að stjórnvöld auki tækifæri almennings á að afla sér þekkingar og hvetji til aukinnar þátttöku almennings í umræðum og ákvörðunartöku.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum