Hoppa yfir valmynd

Frétt

12. október 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Varðliðar umhverfisins á Umhverfisþingi

Hluti hópsins með Max Gomera, aðstoðarmanni Achim Steiner, framkvæmdastjóra Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Bekkur 63 - Varðliðar umhverfisins

Krakkar úr bekk 63 úr Hólabrekkuskóla kynntu verkefni sitt um ruslpóst á Umhverfisþingi í morgun. Krakkarnir voru útnefndir Varðliðar umhverfisins af umhverfisráðherra á Degi umhverfisins 25. apríl eftir þátttöku í verkefnasamkeppni umhverfisráðuneytisins, Landverndar og Náttúruskóla Reykjavíkur.

Tilgangur keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði.

Verkefnið sem bekkur 63 úr Hólabrekkuskóla sendi inn í keppnina fólst í að krakkarnir söfnuðu ruslpósti heima hjá sér í fjórar vikur og komu með í skólann. Þeir margfölduðu svo meðaltal þess sem barst þeim með fjölda heimila á Íslandi. Nemendurnir komust m.a. að því að ruslpóstur sem berst inn á heimili Íslendinga á ári er nærri því jafn mikill að rúmmáli og blokk í nágrenni skólans og u.þ.b. jafn þungur og 14 strætisvagnar.

Heimasíða bekkjar 63.

Bekkur 63 með Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra

Varðliðar á Umhverfisþingi


 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bekkur 63 á Umhverfisþingi 2007

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum