Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. október 2007 Dómsmálaráðuneytið

Lagasafn 2007 komið út

Út er komið Lagasafn 2007. Í safninu eru gildandi lög til 1. júní 2007 með tilvísunum til stjórnvaldsfyrirmæla sem í gildi voru 1. maí sama ár.

Lagasafn 2007
Lagasafn 2007.

Út er komið Lagasafn 2007. Í safninu eru gildandi lög til 1. júní 2007 með tilvísunum til stjórnvaldsfyrirmæla sem í gildi voru 1. maí sama ár. Lagasafn hefur komið út í prentuðu formi á fjögurra ára fresti frá 1991, en fram að þeim tíma hafði liðið um áratugur milli hverrar útgáfu safnsins. Auk hinnar prentuðu útgáfu hefur lagasafnið verið uppfært rafrænt tvisvar á ári, þ.e. eftir haustþing og eftir vorþing hvert ár. Rafræn útgáfa lagasafns hefur verið opin öllum án endurgjalds á vefsvæði Alþingis á slóðinni www.althingi.is.

Lagasafnið er gefið út af dóms- og kirkjumálaráðuneyti og prentað af Gutenberg. Ritstjórn lagasafnsins skipa þau Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyti, formaður, Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, og Viðar Már Matthíasson prófessor, sem er ritstjóri safnsins.

Safnið fæst í Bóksölu stúdenta og Pennanum/Eymundsson, hjá Lögréttu, félagi laganema við Háskólann í Reykjavík og Úlfljóti, félagi laganema við Háskóla Íslands. Einnig er hægt að panta eintök hjá Ríkiskaupum með því að hafa samband við afgreiðsluna í Borgartúni 7c, sími 530 1400.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum