Hoppa yfir valmynd

Frétt

25. október 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Starfshópar til að fylgja eftir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur skipað tvo starfshópa til að fylgja eftir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. Þar er megináherslan lögð á að unnið verði markvisst gegn kynbundnum launamun.

Félagsmálaráðherra hefur skipað Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi forstjóra Norræna Fjárfestingabankans, formann starfshóps sem hefur fengið það verkefni að leita leiða til að eyða óútskýrðum launamun kynjanna á almennum vinnumarkaði sem og að jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og við stjórnun stofnana og fyrirtækja. Starfshópurinn skal vinna tillögur og hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem líklegastar þykja til árangurs.

Í starfshópnum eiga sæti:

  • Jón Sigurðsson, skipaður af félagsmálaráðherra, formaður,
  • Margrét Kristmannsdóttir, skipuð af félagsmálaráðherra, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir til vara,
  • Gunnar Björnsson, tiln. af fjármálaráðuneyti, Guðmundur H. Guðmundsson til vara,
  • Guðlaugur Stefánsson, tiln. af Samtökum atvinnulífsins, Hannes G. Sigurðsson til vara,
  • Maríanna Traustadóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Sigurður Magnússon til vara.

    

Félagsmálaráðherra hefur skipað Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmann formann sjö manna ráðgjafarhóps sem hefur það hlutverk að vera ráðherra til ráðgjafar um framvindu aðgerða gegn kynbundnum launamun og að vinna eða láta vinna mat á raunverulegum árangri aðgerða.

   

Í ráðgjafarhópnum eiga sæti:

  • Lára V. Júlíusdóttir, skipuð án tilnefningar, formaður,
  • Jón Gunnar Bernburg, tiln. af Háskóla Íslands, Brynhildur G. Flóvenz til vara,
  • Lilja Mósesdóttir, tiln. af Háskólanum á Bifröst, Kolfinna Jóhannesdóttir til vara,
  • Þorlákur Karlsson, tiln. af Háskólanum í Reykjavík, Ásta Bjarnadóttir til vara,
  • Kristín Ástgeirsdóttir, tiln. af Jafnréttisstofu, Hjálmar Sigmarsson til vara,
  • Hildur Jónsdóttir, tiln. af Jafnréttisráði, Mörður Árnason til vara,
  • Þorbjörg I. Jónsdóttir, tiln. af Kvenréttindafélagi Íslands, Hildur Helga Gísladóttir til vara.

   

Fjármálaráðherra mun skipa hóp sem vinnur að verkefnum tengdum opinberum vinnumarkaði. Meginverkefni þess hóps verður setja fram áætlun um að minnka óútskýrðan launamun kynjanna á opinberum vinnumarkaði með það að markmiðið að hann minnki um helming á kjörtímabilinu sem og að endurmeta kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta.

Formenn hópanna þriggja mynda jafnframt samráðsvettvang hópanna þriggja sem fulltrúi félagsmálaráðherra kallar saman að ósk ráðherra. Samráðsvettvangurinn skal samhæfa starf hópanna þriggja og fara yfir tillögur þeirra.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum