Hoppa yfir valmynd

Frétt

31. október 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Svíar hætta flutningi á úrgangi til Sellafield

Kjarnorka
Íslensk stjórnvöld óttast að flutningur á geislavirkum úrgangi auki hættuna á mengunarslysi.

Svíar ætla að hætta að flytja geislavirkan úrgang til endurvinnslustöðvarinnar í Sellafield og munu auk þess sækja jafn mikið af honum úr stöðinni og þeir hafa flutt þangað. Þetta kom fram í máli Andreas Carlgren, umhverfisráðherra Svía, á fundi Umhverfis- og náttúruverndarnefndar Norðurlandaráðs í Osló í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur nýlega ritað Andreas Carlgren bréf þar lýsti yfir áhyggjum af flutningi Svía á geislavirkum úrgangi til Sellafield.

Sjá frétt Norðurlandaráðs um yfirlýsingu Andreas Carlgren.

Sjá frétt umhverfisráðuneytisins um bréf Þórunnar Sveinbjarnardóttur til Andreas Carlgren.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum