Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. nóvember 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Náttúrufræðistofnun Íslands verður við Jónasartorg

Jónas Hallgrímsson
Jónas Hallgrímsson

Ákveðið hefur verið að torgið sem fyrirhugað hús Náttúrufræðistofnunar Íslands mun rísa við skuli heita Jónasartorg. Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkt tillögu þess efnis í dag, á 200 ára fæðingarafmæli þjóðskáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar. Jónas hefur stundum verið kallaður fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn.

Fyrr á þessu ári var ákveðið að reist yrði nýbygging í Urriðaholti sem hýsa á Náttúrufræðistofnun Íslands sem flyst þá frá Hlemmi í Reykjavík til Garðabæjar. Húsið mun rísa við torg neðst við Urriðaholtsbraut. Á heimasíðu Garðabæjar segir að torgið verði á fjölförnum stað og því sé hús Náttúrfræðistofnunar afar vel staðsett í holtinu. Með nafngiftinni sé tengslum Jónasar við náttúruvísindi haldið á lofti þótt vissulega sé hann þekktari sem þjóðskáld.  

Smellið hér til að lesa frétt á heimasíðu Garðabæjar.

Að neðan má sjá teikningu af fyrirhuguðu Jónasartorgi í Urriðaholti í Garðabæ.

 

 

Jónasartorg 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum