Hoppa yfir valmynd

Frétt

29. nóvember 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-október 2007

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs eftir fyrstu tíu mánuði ársins liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu nam handbært fé frá rekstri um 51,2 ma.kr., sem er 2,4 ma.kr. aukning frá sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður er neikvæður um 11,9 ma.kr., sem er 58,6 ma.kr. lakari útkoma en í fyrra. Það skýrist að mestu leyti af 30,3 ma.kr. kaupum ríkissjóðs á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun og eiginfjáraukningu Seðlabanka Íslands með 44 ma.kr. eiginfjárframlagi. Tekjur án eignasölu reyndust  39,4 ma.kr. meiri en á sama tíma á síðasta ári.

 

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar – október 2007

(Í milljónum króna)

 

 

2003

2004

2005

2006

2007

Innheimtar tekjur

211.559

228.745

336.643

308.354

353.950

Greidd gjöld

218.708

233.304

256.585

258.824

295.857

Tekjujöfnuður

-7.149

-4.558

80.058

49.530

58.093

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.

-12.013

0

-58.033

-384

-6.170

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda

23

1.710

-1.731

-356

-695

Handbært fé frá rekstri

-19.139

-2.848

20.294

48.791

51.229

Fjármunahreyfingar

20.614

9.273

48.377

-2.006

-63.097

Hreinn lánsfjárjöfnuður

1.475

6.425

68.671

46.785

-11.868

Afborganir lána

-30.654

-30.856

-61.557

-41.565

-33.503

   Innanlands

-18.204

-5.678

-14.064

-18.695

-22.271

   Erlendis

-12.450

-25.178

-47.493

-22.873

-11.232

Greiðslur til LSR og LH

-6.250

-6.250

-3.300

-3.300

-3.300

Lánsfjárjöfnuður. brúttó

-35.429

-38.680

3.814

1.920

-48.671

Lántökur

27.439

30.408

9.048

25.961

58.383

   Innanlands

22.225

13.136

9.048

21.345

58.206

   Erlendis

5.214

17.272

-

4.616

177

Breyting á handbæru fé

-7.989

-272

12.862

27.882

9.712

 

Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 354 ma.kr. á fyrstu tíu mánuðum ársins. Það er 45,6 ma.kr aukning frá sama tíma í fyrra, eða 13% sé óreglulegum tekjum sleppt. Ef tekið er tillit til tilfærslu milli mánaða vegna tekjuskatts lögaðila í ársbyrjun 2006 nemur aukningin 16%, en tölurnar hér á eftir taka mið af henni. Skatttekjur og tryggingagjöld jukust um 13,2% að nafnvirði. Á sama tíma hækkaði almennt verðlag um 5% og raunaukning skatttekna og tryggingargjalda var því 7,8%. Aukning annarra rekstrartekna um 29,2% milli ára skýrist að mestu með vaxtatekjum af skammtímalánum, en þær uxu um 109%.

Skattar á tekjur og hagnað námu 113,5 ma.kr. og jukust um rúma 19 ma.kr. frá síðasta ári, eða 20,6%. Þar af jókst tekjuskattur einstaklinga um 8,1%, tekjuskattur lögaðila jókst um 40,3% og fjármagnstekjuskattur um 48,5%. Innheimt tryggingagjöld jukust um 5,9% milli ára á meðan launavísitalan hækkaði um 9,1%, en þess bera að gæta að skatthlutfallið lækkaði á milli ára úr 5,79% í 5,34%. Innheimta eignarskatta nam 9,5 ma.kr. og jókst um 24,9% frá sama tímabili í fyrra. Þar af námu stimpilgjöld 7,7 ma.kr. en innheimta þeirra á árinu hefur aukist um rúmar 1.700 milljónir frá fyrra ári.

Innheimta almennra veltuskatta gefur nokkuð góða mynd af þróun innlendrar eftirspurnar. Hún nam 159 ma.kr. á fyrstu tíu mánuðum ársins og jókst um 8,3% að nafnvirði frá fyrra ári eða 3,2% umfram hækkun vísitölu neysluverðs. Tekjur af virðisaukaskatti hafa aukist um 10,1% sem jafngildir 4,9% raunaukningu. Vegna lagabreytingar sem felur í sér rýmri greiðslufrest á virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum fer marktækni samanburðar við fyrra ár eftir því hvaða tímabil innan ársins er til skoðunar. Sé litið á síðustu mánuði, eða tímabilið frá því að lækkunar virðisaukaskatts þann 1. mars sl. tók að gæta til fulls í innheimtutölum, kemur fram hverfandi raunbreyting milli ára.

Eins og sést af myndinni hér að neðan þá er raunvöxtur veltuskatta í heild að aukast lítillega eftir verulegan samdrátt raunvaxtar árið 2006. Af einstökum liðum veltutengdra skatta er mest aukning í virðisaukaskatti og í sköttum á olíu og þungaskatti, eða um 10% en vörugjöld af ökutækjum drógust hins vegar saman um 0,1% milli ára.

Greidd gjöld nema 295,9 ma.kr. og hækka um 37 ma.kr. frá fyrra ári eða 14,3%. Mest aukning er vegna almannatrygginga- og velferðarmála 10,7 ma.kr. eða rúm 18%. Þar munar mest  að lífeyristryggingar  hækka um 5,8 ma.kr. á milli ára, fæðingarorlofsgreiðslur um 2 ma.kr. og barnabætur um 1,1 ma.kr.  Almenn opinber þjónusta hækkar um 6,4 ma.kr. eða um 20% . Þar hækka vaxtagjöld mest af einstökum liðum eða um tæpa 3 ma.kr. Þar munar mestu að á þessu ári kom til greiðslu fyrsti gjalddagi nýrra ríkisbréfa og voru vextir vegna þessa 1,4 ma.kr. Aukning útgjalda til heilbrigðismála milli ára er 7,4 ma.kr., til efnahags- og atvinnumála 5,4 ma.kr. og til menntamála 3,6 ma.kr.

Lánsfjárþörf ríkissjóðs fyrstu tíu mánuði ársins nam 48,7 ma.kr. í heild, en hrein lánsfjárþörf var 11,9 ma.kr. Afborganir lána fyrstu tíu mánuðina eru 33,5 ma.kr., þar af hafa 11,2 ma.kr. verið greiddir upp af erlendum lánum. Heildarlántökur tímabilsins nema 58,4 ma.kr. og er allt tekið að láni innanlands. Annars vegar er um að ræða skuldabréfaútgáfu vegna kaupa ríkisins á 50% hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun og hins vegar útgáfu á ríkisbréfum og  ríkisvíxlum.

  Tekjur ríkissjóðs janúar – október 2007

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2005

2006

2007

 

2005

2006

2007

Skatttekjur og tryggingagjöld

256.866

287.295

321.457

 

20,8

11,8

11,9

Skattar á tekjur og hagnað

81.199

97.368

113.498

 

27,3

19,9

16,6

Tekjuskattur einstaklinga

55.020

62.249

67.304

 

10,0

13,1

8,1

Tekjuskattur lögaðila

8.437

17.129

19.480

 

61,0

103,0

13,7

Skattur á fjármagnstekjur

17.741

17.990

26.714

 

108,4

1,4

48,5

Eignarskattar

12.114

7.627

9.527

 

7,2

-37,0

24,9

Skattar á vöru og þjónustu

133.175

146.878

159.070

 

19,8

10,3

8,3

Virðisaukaskattur

91.389

101.916

112.221

 

20,2

11,5

10,1

Vörugjöld af ökutækjum

8.605

8.883

8.873

 

68,9

3,2

-0,1

Vörugjöld af bensíni

7.468

7.436

7.637

 

4,7

-0,4

2,7

Skattar á olíu

3.949

5.577

6.141

 

-15,3

41,2

10,1

Áfengisgjald og tóbaksgjald

8.948

9.291

9.745

 

6,2

3,8

4,9

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

12.815

13.776

14.452

 

29,9

7,5

4,9

Tollar og aðflutningsgjöld

2.775

3.357

4.357

 

11,0

21,0

29,8

Aðrir skattar

1.385

1.504

2.628

 

10,6

8,6

74,8

Tryggingagjöld

26.219

30.560

32.377

 

15,7

16,6

5,9

Fjárframlög

339

1.207

930

 

16,2

255,8

-22,9

Aðrar tekjur

21.407

19.072

24.632

 

39,5

-10,9

29,2

Sala eigna

58.031

781

6.931

 

-

-

-

Tekjur alls

336.642

308.354

353.950

 

47,2

-8,4

14,8



 

Gjöld ríkissjóðs janúar – október 2007

 

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2005

2006

2007

 

2006

2007

Almenn opinber þjónusta

37.902

31.847

38.204

 

-16,0

20,0

Þar af vaxtagreiðslur

16.825

8.592

11.541

 

-48,9

34,3

Varnarmál

218

487

668

 

123,3

37,2

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

9.513

11.262

12.995

 

18,4

15,4

Efnahags- og atvinnumál

20.877

35.695

41.125

 

71,0

15,2

Umhverfisvernd

2.521

2.835

3.280

 

12,4

15,7

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

348

333

355

 

-4,1

6,7

Heilbrigðismál

68.822

69.424

76.850

 

0,9

10,7

Menningar-, íþrótta- og trúmál

10.162

11.422

13.095

 

12,4

14,6

Menntamál

25.312

28.528

32.097

 

12,7

12,5

Almannatryggingar og velferðarmál

56.744

59.331

70.065

 

4,6

18,1

Óregluleg útgjöld

11.135

7.660

7.124

 

-31,2

-7,0

Gjöld alls

243.554

258.824

295.857

 

6,3

14,3



 

 

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum