Hoppa yfir valmynd

Frétt

29. nóvember 2007 Innviðaráðuneytið

Styttist í verklok við Sæfara

Vélsmiðja Orms og Víglundar í Hafnarfirði vinnur nú að síðustu verkunum við endurbætur á nýrri Grímseyjarferju sem valið hefur verið nafnið Sæfari. Kristján L. Möller samgönguráðherra leit á skipið í gær og ræddi við fulltrúa verktakans.

Samgönguráðherra skoðar Grímseyjarferju
Samgönguráðherra skoðar Grímseyjarferju í Hafnarfjarðarhöfn.

Unnið er nú að síðustu verkefnunum varðandi innréttingar svo sem flísalögnum og ýmsum frágangi innan stokks. Forráðamenn Vélsmiðju Orms og Víglundar gera ráð fyrir að þeim verkefnum ljúki fljótlega eftir helgina. Þegar verki vélsmiðjunnar verður lokið á enn eftir að ganga frá nokkrum verkþáttum og verður tilboða leitað í þá. Gera má ráð fyrir að skipið geti hafið siglingar fljótlega á nýju ári.

Samgönguráðherra skoðar Grímseyjarferju
Í brúnni á Sæfara. Kristján L. Möller samgönguráðherra í skipstjórastólnum. Með honum eru Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Eíríkur Örn Víglundsson (til hægri) og Guðmundur Víglundsson frá Vélsmiðju Orms og Víglundar.




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum