Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. desember 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Afmælishátíð í tilefni af 75 ára afmæli fyrstu barnaverndarlaga á Íslandi

Jóhanna Sigurðardóttir á afmælishátíð
Jóhanna Sigurðardóttir á afmælishátíð

Fimm einstaklingar voru heiðraðir fyrir að hafa markað djúp spor í sögu barnaverndar á hátíð í tilefni 75 ára afmælis fyrstu barnaverndarlaga á Íslandi sem gildi tóku árið 1932 og haldin var í Hátíðarsal Háskóla Íslands 30. nóvember 2007. Þessir einstaklingar eru Sigurjón Björnsson prófessor, Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi, Kristján Sigurðsson, fyrrverandi forstöðumaður, Björn Björnsson prófessor og Sveinn Ragnarsson, fyrrverandi félagsmálastjóri í Reykjavík.

Félagsmálaráðherra afhenti þeim sem heiðraðir voru af þessu tilefni listaverk sem hönnuð voru af Sigrúnu O. Einarsdóttur, glerlistamanni í Bergvík, af þessu tilefni.

Gestir á afmælishátíðVið setningu afmælishátíðarinnar sem haldin var af Barnarverndarstofu í samvinnu við Barnavernd Reykjavíkur flutti félagsmálaráðherra ávarp og sagði meðal annars:

„Barnaverndarstofa hefur nú í áraraðir og án árangurs leitað eftir fjárframlagi til að kynna til sögunnar fjölbreyttari meðferðarúrræði utan stofnana, svonefnt MST, sem gerir kleift að veita barni og foreldrum þess meðferð á vettvangi fjölskyldunnar og nánasta umhverfi barnsins. Mér er það ljúft að greina frá því hér að á fjárlögum næsta árs verða veittar 50 m.kr. til þessa merka verkefnis."

Tenging frá vef ráðuneytisinsÁvarp Jóhönnu Sigurðardóttur á afmælishátíðinni



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum