Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. desember 2007 Dómsmálaráðuneytið

Reglugerð um för yfir landamæri

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur gefið út reglugerð um för yfir landamæri. Reglugerðin er birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur gildi þegar í stað.

Reglugerðin, sem nú hefur verið gefin út og er sett með stoð í lögum um útlendinga, leysir af hólmi ákvæði í reglugerð um útlendinga um eftirlit með komu til landsins og brottför af landinu. Eldri ákvæðin byggðust á reglum sameiginlegrar handbókar Schengen-ríkjanna og fleiri Schengen-gerðum. Við endurskoðun landamærareglna á vettvangi Schengen-samstarfsins var reglunum steypt saman í eina heildarreglugerð Evrópusambandsins, sem gengur undir nafninu Schengen Borders Code. Nú hefur með sama hætti verið skipað á einn stað þeim reglum sem gilda um för yfir landamæri í íslenskum rétti.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum