Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. janúar 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýtt frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga

Í dag var dreift á Alþingi frumvarpi félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, um breytingu á lögum nr. 97/2002, um atvinnuréttindi útlendinga, með síðari breytingum, og lögum nr. 47/1993, um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, með síðari breytingum.

Helstu nýmæli frumvarpsins frá gildandi lögum eru eftirfarandi:

  • Lagt er til að teknar verði upp fleiri tegundir tímabundinna atvinnuleyfa þannig að ljóst sé á hvaða grundvelli viðkomandi einstaklingar starfa hér á landi.
  • Lagt er til að heimilt verði að hraða afgreiðslu tímabundinna atvinnuleyfa vegna starfa sem krefjast sérfræðiþekkingar.
  • Lagt er til að tímabundin atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli á innlendum vinnumarkaði verði betur afmörkuð við tímabundnar sveiflur í atvinnulífinu.
  • Lagt er til að Vinnumálastofnun verði í ákveðnum tilvikum heimilt að veita atvinnuleyfi án þess að líta til vinnumarkaðssjónarmiða.
  • Lagðar eru til skýrari heimildir lögreglu til eftirlits með útlendingum á vinnustöðum.
  • Lagt er til að erlendum ríkisborgurum verði gert að hafa ávallt skilríki um atvinnuleyfi með sér og sýna þau krefjist lögregla þess.

Unnt er að nálgast frumvarpið í heild sinni á heimasíðu Alþingis.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum