Hoppa yfir valmynd

Frétt

29. febrúar 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisútgjöldin aukast umfram vaxandi þjóðartekjur

Útgjöld til heilbrigðismála Íslandi á mann hafa aukist hraðar en sem nemur meðaltali OECD-landa, og hefur vaxið umfram aukningu þjóðartekna á mann.

Þetta er meðal þess sem sérfræðingar OECD segja í nýrri skýrslu um íslensk efnahagsmál þar sem m.a. er fjallað sérstaklega um heilbrigðisþjónustuna. OECD sérfræðingarnir vekja athygli á að líkur bendi til að kostnaðarþrýstingur í heilbrigðisþjónustunni muni hugsanlega leiða til þess að útgjöld hins opinbera fari í 15% af vergri landsframleiðslu um miðja öldina. Síðan segja sérfræðingar OECD: „En þótt verg landsframleiðsla Íslands á mann sé um fjórðungi ofan við meðaltal OECD-landa, að því gefnu að heilbrigðisútgjöld einkageirans eru lítil, þá eru opinber útgjöld á mann til heilbrigðismála um 40% yfir OECD-meðaltalinu þrátt fyrir hagstæða aldurssamsetningu þjóðarinnar. Það er nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að kanna möguleika á að auka kostnaðarskilvirkni á sviði heilbrigðismála, þar sem útlit er fyrir að útgjöld til heilbrigðismála muni aukast með tilheyrandi afleiðingum fyrir þróun opinberra útgjalda.“

Nánar má lesa um skýrsluna á vef fjármálaráðuneytisins og á vefsíðu OECD
(ATH. Að vefirnir opnast í nýjum glugga)

Skýrsla OECD um íslensk efnahagsmál (PDF 1.003 KB Opnast í nýjum glugga)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum