Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. mars 2008 Innviðaráðuneytið

Blásið til sóknar á Keflavíkurflugvelli

"Með þessum breytingum tel ég að skapa megi forsendur til þess að blása til sóknar í uppbyggingu hér á svæðinu, í kringum þessa mikilvægu starfsemi sem hér fer fram," sagði Kristján L. Möller samgönguráðherra á opnum fundi með starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli í gær vegna boðaðra lagabreytinga varðandi starfsemi flugvallarins.

"Með þessum breytingum tel ég að skapa megi forsendur til þess að blása til sóknar í uppbyggingu hér á svæðinu, í kringum þessa mikilvægu starfsemi sem hér fer fram," sagði Kristján L. Möller samgönguráðherra á opnum fundi með starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli í gær vegna boðaðra lagabreytinga varðandi starfsemi flugvallarins.

Kristján mun mæla fyrir frumvarpi á breytingu á lögum um Keflavíkurflugvöll á Alþingi í dag. Tilgangur frumvarpsins er að setja heildstæða löggjöf um rekstur Keflavíkurflugvallar og þá þjónustu sem þar er veitt bæði flugfélögum og farþegum.

Sameina á rekstur Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf. í opinbert hlutafélag í eigu ríkisins.

Einnig verður sett á fót skipulagsnefnd flugvallarsvæðisins og í henni munu sitja fulltrúar sveitarfélaga og samgönguráðuneytis, en gert er ráð fyrir áframhaldandi yfirstjórn utanríkisráðherra í skipulags- og mannvirkjamálum á öryggisvæðinu.

Auk þessara atriða sem lagasetningin sjálf mun ná til, verður leitað leiða til að skapa til frambúðar samstarfsvettvang ríkis og sveitarfélaga um þróun og atvinnuuppbyggingu á svæði Keflavíkurflugvallar. Hugað verður að þessu atriði í sambandi við umbreytingu á Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ehf. með beinni eignaraðild sveitarfélaga og aðkomu hins nýja flugvallarfélags.

"Ég er sannfærður um að þegar við höfum gengið í gegnum þetta breytingaferli og þegar nýtt skipulag hefur tekið gildi munum við ná þeim markmiðum að gera stjórnsýsluna skilvirkari, þjónustuna hagkvæmari og vöxtinn meiri," sagði ráðherrann á fundinum.

Ræðu hans má lesa í heild sinni hér.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum