Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. mars 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýjar áherslur í málefnum barna

Félags- og tryggingamálaráðuneytið og samráðshópur ráðuneyta um framkvæmd aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar í málefnum barna stóð fyrir fjölmennri ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík í dag. Tilgangurinn var að kynna ólíkar aðferðir til eflingar foreldrafærni. Aðalfyrirlesarar eru dr. Alan Ralph, prófessor við University of Queensland, Brisbane, Ástralíu, og Björn Arnesen félagsráðgjafi, frá Kompetansesenter for Atferd, Þrándheimi, Noregi.

Aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra flutti ávarp ráðherra í forföllum hennar og sagði meðal annars:

„Vandað uppeldi barnsins í frumbernsku og snemmtæk íhlutun með öflugum stuðningi við foreldra er líklegri til að skila varanlegri árangri en nokkuð annað. Þess vegna varðar mestu að efla færni foreldra til að skynja og skilja þarfir barnsins í bernskunni og til að bregðast við og eiga aðgang að viðeigandi aðstoð þegar með þarf.

Í þessu felst kjarninn í nýjum áherslum aðgerðaáætlunar í málefnum barna um stefnu til eflingar foreldrahæfni.“

Tenging frá vef ráðuneytisinsÁvarp félags- og tryggingamálaráðherra í heild sinni 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum