Hoppa yfir valmynd

Frétt

26. mars 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðherra styrkir Endurhæfingaklúbb öryrkja á Akranesi

Heilbrigðisráðherra hefur gert samkomulag um þjónustu við fólk með geðraskanir á Akranesi og nágrenni.

Samkomulagið felur í sér að heilbrigðisráðuneytið veitir styrk til að byggja upp stoðþjónustu á Akranesi sem felst í atvinnu, endurhæfingu og dagþjónustu við fólk sem býr við geðfötlun. Með samkomulaginu vill heilbrigðisráðherra leggja sitt af mörkum til að auka og tryggja að þær stofnanir, sem sinna hópnum sem njóta á þjónustunnar, vinni saman með hagsmuni skjólstæðinga sinna að leiðarljósi. Þetta þýðir að Akraneskaupstaður, Sjúkrahúsið- og heilsugæslustöðin á Akranesi, Svæðisskrifstofa málefna fatlaðara Vesturlandi og Akranesdeild Rauðakross Íslands fá nú aukið svigrúm og skýrara markmið um að vinna saman.

Styrkurinn er veittur Endurhæfingaklúbbi örykja sem veitir þjónustu í samræmi við lög um málefni fatlaðra, nr. 59/1992, og lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Verkefnið tekur til endurhæfingar fólks með geðraskanir á Akranesi og nágrenni með ráðningu heilbrigðisstarfsmanns í tengslum við Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðina á Akranesi.

Starfsemi “Endurhæfingaklúbbsins” er tilraunaverkefni til þriggja ára, frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2010. Aðilar að verkefninu eru Akraneskaupstaður, Sjúkrahúsið- og heilsugæslustöðin á Akranesi, Svæðisskrifstofa málefna fatlaðara Vesturlandi og  Akranesdeild Rauðakross Íslands. Markmið klúbbsins er að skapa vettvang fyrir batahvetjandi stuðningsúrræði fyrir fólk með geðraskanir.

Greinargerð um umfang og árangur verkefnisins skal liggja fyrir árlega eigi síðar en 1. febrúar ár hvert.

Ræða heilbrigðisráðherra við styrkveitinguna (PDF 18.2KB - Opnast í nýjum glugga)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum