Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. mars 2008 Dómsmálaráðuneytið

Umsækjendur um embætti sýslumannsins í Kópavogi

Þrettán umsóknir bárust um embætti sýslumannsins í Kópavogi en umsóknarfrestur rann út 25. mars síðastliðinn.

Þrettán umsóknir bárust um embætti sýslumannsins í Kópavogi en umsóknarfrestur rann út 25. mars síðastliðinn. Dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. júní 2008 til fimm ára í senn.

Umsækjendur eru eftirtaldir:

Birna Salóme Björnsdóttir, aðstoðardeildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík

Bogi Hjálmtýsson, staðgengill og fulltrúi sýslumannsins í Hafnarfirði

Brynjar Kvaran, staðgengill og skrifstofustjóri sýslumannsins í Kópavogi

Drífa Pálsdóttir, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu

Guðgeir Eyjólfsson, sýslumaður í Keflavík

Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu

Halldór Frímannsson, sérfræðingur - lögmaður á Fjármálasviði Reykjavíkurborgar

Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum

Kristín Völundardóttir, sýslumaður á Ísafirði

Ólafur Hallgrímsson, staðgengill og fulltrúi sýslumannsins á Ísafirði

Sigríður Eysteinsdóttir, löglærður fulltrúi í sifja- og skiptadeild sýslumannsins í Reykjavík

Úlfar Lúðvíksson, staðgengill og skrifstofustjóri sýslumannsins í Reykjavík

Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík

 

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 28. mars 2008



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum