Hoppa yfir valmynd

Frétt

25. apríl 2008 Innviðaráðuneytið

Dagskrá ráðstefnu UT-dagsins 2008

Netríkið Ísland

Dagskrá UT-ráðstefnunnar 2008

Dagur upplýsingatækninnar verður haldinn 7. maí nk. Í tilefni dagsins stendur forsætisráðuneytið, í samvinnu við Skýrslutæknifélag Íslands, fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni Netríkið Ísland. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Nordica, miðvikudaginn 7. maí kl. 13:00-16:15. Þar verður kynnt ný stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið og nokkur lykilverkefni sem unnið verður að á framkvæmdatíma stefnunnar. Skráning og frekari upplýsingar á (www.sky.is).

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 11.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er 16.900 kr.
Þátttökugjald fyrir námsmenn gegn framvísun skólaskírteinis er 6.900 kr.

12:45     Skráning og afhending ráðstefnugagna

13:00     Ávarp
               Geir H. Haarde, forsætisráðherra

13:15     Netríkið Ísland
               Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti

13:35     Tryggur - bylting í þjónustu Tryggingastofnunar
               Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar
               Bragi L. Hauksson, verkefnastjóri rafrænnar stjórnsýslu hjá Tryggingastofnun

13:55     Staða verkefnis um rafræn skilríki
               Haraldur Bjarnason, sérfræðingur í fjármálaráðuneyti

               Rafræn skráning í fyrirtækjaskrá
               Skúli Jónsson, forstöðumaður fyrirtækjaskrár RSK

14:15     Upplýsingatækni í menntun – næstu skref
               Sigurður Davíðsson, sérfræðingur í menntamálaráðuneyti

14:35     Kaffi

14:55     Rafrænar sveitarstjórnarkosningar
               Geir Ragnarsson, sérfræðingur í samgönguráðuneyti

               Rafræn þjónusta sveitarfélaga

               Álfheiður Eymarsdóttir þjónustustjóri Reykjavíkurborgar

15:15     Flutningstilkynningar milli landa með aðstoð rafrænna skilríkja
               Þorsteinn Helgi Steinarsson, framkvæmdastjóri Ásverks ehf
               Þorvarður Kári Ólafsson, skilríkja- og öryggissérfræðingur hjá Þjóðskrá

15:35     Persónulegt heilsufarsyfirlit og upplýsingamiðstöð heilbrigðismála
               Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur, heilbrigðisráðuneyti.

15:55     Island.is  2012
               Halla Björg Baldursdóttir, formaður verkefnisstjórnar um rafræna stjórnsýslu í forsætisráðuneyti
               Rebekka Rán Samper, verkefnisstjóri Island.is í forsætisráðuneyti

16:15     Ráðstefnuslit

 

Ráðstefnustjóri er Guðfinna S. Bjarnadóttir alþingismaður.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum