Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. apríl 2008 Innviðaráðuneytið

Netríkið Ísland í brennidepli á UT-deginum

Netríkið Ísland í brennidepli á UT-deginum

ný stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið kynnt 7. maí

Dagur upplýsingatækninnar verður haldinn 7. maí næstkomandi á vegum forsætisráðuneytisins. Á ráðstefnu sem haldin verður á Hilton Nordica af því tilefni verður fjallað um mikilvæg verkefni sem fyrirhugað er að hrinda í framkvæmd á næstu árum.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „Netríkið Ísland“ sem er jafnframt kjörorð nýrrar stefnu um upplýsingasamfélagið sem kynnt verður á ráðstefnunni. Stefnan er vegvísir hins opinbera að þróun rafrænnar þjónustu og nýtingu upplýsingatækni á árunum 2008-2012 en þetta er í þriðja sinn sem stjórnvöld gefa út slíka stefnu.

Geir H. Haarde forsætisráðherra mun opna ráðstefnuna en þar verður Netríkið Ísland í brennidepli og sagt frá nokkrum lykilverkefnum stefnunnar á komandi árum. Meðal annars verður gerð grein fyrir stöðu verkefnis um rafræn skilríki, fjallað um rafrænar sveitarstjórnarkosningar, byltingarkenndar breytingar í þjónustu Tryggingastofnunar, framtíð upplýsingatækni í menntun, upplýsingamiðstöð heilbrigðismála og kynnt áform um þróun þjónustuveitunnar Island.is. Alls verða flutt ellefu erindi um nokkur af helstu verkefnum hins opinbera á sviði rafrænnar stjórnsýslu á UT-ráðstefnunni.

Þetta er í þriðja sinn sem dagur upplýsingatækninnar er haldinn og boðað er til ráðstefnu af því tilefni. Ráðstefnan verður á Hilton Nordica 7. maí nk. frá kl. 13.00 til 16.15 og er hún haldin í samvinnu við Skýrslutæknifélag Íslands. Á vefnum www.sky.is má finna ítarlega dagskrá og upplýsingar um skráningu á ráðstefnuna.

Nánari upplýsingar veitir:
Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti
Sími: 545-8470; netfang: [email protected]


Reykjavík 30. apríl 2008



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum