Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. maí 2008 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs á Maldíveyjum

Dr. Gunnar Pálsson, sendiherra, afhenti þann, 8. maí, Maumoon Abdul Gayoom, forseta Maldíveyja, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Maldíveyjum með aðsetur í Nýju Delí.

Í tengslum við athöfnina, sem fram fór í Malé, var m.a. rætt um tvíhliða samskipti ríkjanna, þ.á m. í loftlags- og sjávarútvegsmálum og framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Ennfremur átti sendiherra fundi með utanríkisráðherra Maldíveyja, Abdulla Shahid, varautanríkisráðherra, Dunya Maumoon og umhverfis- og orkumálaráðherra, Ahmed Abdullah, auk háttsettra embættismanna í utanríkisráðuneytinu.

Á fundunum var m.a. fjallað um þær afgerandi breytingar sem nú eiga sér stað í stjórnmálalífi Maldíveyja, en fyrstu lýðfrjálsu kosningarnar í landinu standa fyrir dyrum með haustinu.

Á meðan á heimsókninni stóð notaði sendiherrann tækifærið til að afhenda nýjum kjörræðismanni Íslands á Maldíveyjum, Ibrahim Mohamed Didi, skipunarbréf íslenskra stjórnvalda.

Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur sendiherra afhendir trúnaðarbréf á Maldíveyjum.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum