Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. maí 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Endurbætt heilsugæsla á Raufarhöfn tekin í notkun

Endurbætt heilsugæslustöð á Raufarhöfn var formlega tekin í notkun á dögunum. Endurbæturnar kostuðu um 68 milljónir króna með öllum búnaði. Öll aðstaða heilsugæslunnar er eftir breytingarnar hin glæsilegasta en fyrsta hæðin var endurinnréttuð, bílageymsla vegna sjúkrabifreiðar bætt, komið fyrir aðstöðu til að sinna iðjuþjálfun og í sérstakri viðbyggingu var komið fyrir apóteki. Verkið var boðið út á liðnu voru og tilboði tekið í maí. Verklok voru í mars í vor, en verktakinn var fyrirtækið Norðurvík ehf.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum