Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. maí 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðherra ávarpar Alþjóðaheilbrigðisþingið

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, ávarpaði 61. alþjóðaheilbrigðisþingið í morgun, en þingið stendur í Genf þessa dagana. Guðlaugur Þór Þórðarson gerði í upphafi máls síns hörmungarnar sem riðið hafa yfir í Kína og Myanmar að umtalsefni og fjallaði um fórnarlömb náttúrhamfaranna og undirstrikaði mikilvægi þess að þjóðir heims stæðu saman þegar aðstæður af þessu tagi sköpuðust.

Guðlaugur Þór Þórðarson minntist sérstaklega á að Ísland byði sig fram til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og vakti áthygli á að stefna Íslands í þróunar- og hjálparstarfi tæki mið að þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Heilbrigðisráðherra sagði í ræðu sínu það mjög viðeigandi að menn gerðu heilsugæslu að umtalsefni í ársskýrslu WHO, en um þessar mundir væru einmitt 30 ár frá því svoköllum Alma-Ata yfirlýsing var samþykkt á vettvangi samtakanna. Ráðherra vakti, eins og fleiri ráðherrar sem sitja Alþjóðaheilbrigðisþingið, athygli á vinnu nefndar á vegum WHO sem beinir sjónum sínum sérstaklega að þeim félagslegu þáttum sem áhrif geta haft á heilsufar manna.

Guðlaugur Þór Þórðarson gerði áhrif loftslagsbreytinga í heiminum að umtalsefni, en þetta var einmitt megin þema Alþjóðaheilbrigðisdagsins sem var 7. apríl sl. Vitnaði heilbrigðisráðherra í þessu sambandi til orða Dr. Margaret Chan, aðalframkvæmdastjóra WHO, sem sagði fyrr í vor, að heilsufar og velferð manna ættu að vera í forgrunni þegar viðbrögð við áhrifum loftslagsbreytinga væru skipulögð.

Sjá nánar: Ávarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í Genf



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum