Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. maí 2008 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nýir fulltrúar í ofanflóðanefnd

Ofanflóðanefnd.
Ofanflóðanefnd

Umhverfisráðherra hefur skipað nýja fulltrúa í ofanflóðanefnd. Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins, er áfram tilefndur af umhverfisráðherra og gegnir formennsku í nefndinni. Nýir fulltrúar í nefndinni eru þeir Þráinn Sigurðsson, tilnefndur af samgönguráðherra, og Birgir Örn Ólafsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þeir taka sæti þeirra Óla Jóns Gunnarssonar og Gests Guðjónssonar. Nefndin er skipuð fjögurra ára.

Framkvæmdir á vegum ofanflóðanefndar standa nú yfir í Snæfellsbæ (Ólafsvík) og í Fjallabyggð (Siglufirði). Þá hefur tilboðum verið tekið vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir í Vesturbyggð (Bíldudal) og Bolungarvík. Einnig er fyrirhugað að hefja í sumar framkvæmdir vegna ofanflóðavarna í Fjallabyggð (Ólafsfirði) og í Eyjafjarðarsveit (Grænuhlíð). Þá er fyrirhugað að hefja vinnu í sumar við ýmsar framkvæmdir til undirbúnings gerð ofanflóðavarna í Fjarðarbyggð (Neskaupstað). Hér er ótalin ýmis vinna á vegum nefndarinnar við hættumat, frumathuganir og undirbúning framkvæmda víða um land.

Nefndin starfar samkvæmt 9. gr. laga nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um og taka afstöðu til tillagna sveitarstjórnar, um varnarvirki fyrir hættusvæði sem þegar hafa verið byggð samkvæmt aðalskipulagi og um kaup eða flutning húseigna í stað þess að reisa varnarvirki eða beita öðrum varnaraðgerðum, skv. 10. og 11. gr. laganna svo og að ráðstafa fé úr ofanflóðasjóði skv. 13. gr. laganna.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum