Hoppa yfir valmynd

Frétt

29. maí 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Skipun Vísindasiðanefndar

Heilbrigðisráðherra hefur skipað sjö manna vísindasiðanefnd frá 1. júní 2008 til fjögurra ára.

Nefndin skal fjalla um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði skv. reglugerð um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði nr. 286/2008 sem tók gildi 7. mars 2008. Einn nefndarmanna er skipaður eftir tilnefningu menntamálaráðherra, einn eftir tilnefningu dómsmálaráðherra, tveir eftir tilnefningu landlæknis og einn eftir tilnefningu Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Tveir nefndarmenn eru skipaðir af heilbrigðisráðherra án tilnefningar og skal annar þeirra vera læknir skv. reglugerðinni. Ráðherra skipar formann. Nefndin velur varaformann úr hópi aðalmanna. Innan nefndarinnar skulu vera aðilar með sérþekkingu á sviði heilbrigðisvísinda, siðfræði rannsókna, mannréttinda og félagsvísinda skv. ákvæðum reglugerðarinnar.

Nefndin er þannig skipuð:

Skipuð án tilnefningar:
Björn Rúnar Lúðvíksson, læknir, formaður
Til vara: Hlíf Steingrímsdóttir, blóðlæknir á LSH
Gunnar Matthíasson, sjúkrahússprestur á LSH
Til vara: Sigfinnur Þorleifsson, prestur á LSH

Tilnefnd af menntamálaráðherra:
Gísli Ragnarsson, skólameistari
Til vara: Unnur Anna Valdimarsdóttir

Tilnefnd af landlækni:  
Gerður Gröndal, gigtarlæknir á LSH
Til vara:  Hildur Harðardóttir, kvensjúkdómalæknir á LSH     
Laura Scheving Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur
Til vara: Rannveig Einarsdóttir, lyfjafræðingur á LSH

Tilnefnd af dóms- og kirkjumálaráðherra:
Friðjón Örn Friðjónsson, hrl.
Til vara: Kristín Benediktsdóttir, hdl.

Tilnefndar af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands:
Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar
Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

 Heimasíða: www.vsn.is.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum