Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. maí 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Forstjóri sjúkratryggingastofnunar

Þar sem frumvarp til laga um sjúkratryggingar hefur ekki enn hlotið endanlega umfjöllun Alþingis er umsóknafrestur um stöðu forstjóra sjúkratryggingastofnunar framlengdur til 15. september 2008.

Stofnunin mun annast framkvæmd sjúkratrygginga almannatrygginga og semur um og greiðir endurgjald vegna heilbrigðisþjónustu í samræmi við stefnumörkun ráðherra á hverjum tíma.

Hlutverk hinnar nýju stofnunar verður eftirfarandi:

  • Að annast framkvæmd sjúkratrygginga
  • Að semja um heilbrigðisþjónustu
  • Að annast kaup á vörum og þjónustu sem henni ber að veita
  • Að greiða endurgjald fyrir heilbrigðisþjónustu sem veita ber samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu eða sem samið hefur verið um
  • Að sinna öðrum verkefnum sem henni eru falin samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða ákvörðun ráðherra

Menntunar- og hæfniskröfur forstjóra:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi skilyrði
  • Framhaldsmenntun æskileg
  • Reynsla af rekstri og stjórnun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af samningamálum
  • Þekking eða reynsla af stjórnsýslu æskileg
  • Leiðtoga og samskiptahæfileikar


Forstjóri ræður aðra starfsmenn stofnunarinnar og annast daglegan rekstur hennar. Forstjóri ber ábyrgð á því að stofnunin starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf. Forstjóri ber ábyrgð á starfsemi stofnunarinnar og á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.

Skipað er í stöðuna til fimm ára í senn. Um laun og önnur starfskjör fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um stöðuna.

Upplýsingar um starfið veita Ragnheiður S. Dagsdóttir ([email protected]) og Brynhildur Steindórsdóttir ([email protected]) hjá Capacent Ráðningum.

Umsóknarfrestur er til og með 15. september nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is og senda jafnframt greinagóðar upplýsingar um menntun og fyrri störf.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum