Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. júlí 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Stefna heilbrigðisráðherra

Blönduð fjármögnun, svigrúm til fjölbreytilegra rekstrarforma, útboð og þjónustusamningar. Þetta eru lykilatriðin í stefnulýsingu heilbrigðisráðherra. Stefnulýsing ráðherra hvílir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem mælir fyrir um að kostnaðargreina skuli heilbrigðisþjónustuna og taka upp blandaða fjármögnun á heilbrigðisstofnunum þar sem fjármagn fylgi sjúklingum. Þannig eiga heilbrigðisstofnanir að fá fé í samræmi við þörf og fjölda verka. Þá verður skapað svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustusamningum, en jafnframt tryggt að allir hafi að henni jafnan aðgang, óháð efnahag. Í stefnulýsingu heilbrigðisráðherra eru settar fram róttækar breytingar á skipulagskerfi heilbrigðisþjónustunnar, en í stuttu máli er gert ráð fyrir skipulagi sem byggjast mun á fjórum meginstoðum sem starfa undir yfirstjórn heilbrigðisráðuneytisins.

Breytt skipulag fjármögnunar heilbrigðisþjónustu og hlutverk sjúkratrygginga

Samkvæmt stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar á að kostnaðargreina heilbrigðisþjónustuna og taka upp blandaða fjármögnun á heilbrigðisstofnunum þar sem fjármagn fylgi sjúklingum. Þannig fái heilbrigðisstofnanir fjármagn í samræmi við þörf og fjölda verka. Skapað verði svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustusamningum, en jafnframt tryggt að allir hafi að henni jafnan aðgang, óháð efnahag.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum