Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. júlí 2008 Innviðaráðuneytið

Drög að breyttri reglugerð um fis

Drög að breyttri reglugerð um fis er nú til umsagnar hjá samgönguráðuneytinu. Megin breytingarnar frá eldri reglugerð snúast um leyfi til að starfrækja fis og kröfur til erlendra aðila sem starfrækja vilja fis hérlendis.

Reglugerðin kemur í stað reglugerðar nr. 780/2006. Með nýrri reglugerð er þess krafist að stjórnandi hreyfilknúins fiss hafi heimild Flugmálastjórnar Íslands til starfrækslu þess innan íslenskrar lofthelgi og skal skrá hreyfilknúið fis í loftfaraskrá. Þá eru gerðar ítarlegri kröfur en áður til erlendra aðila sem starfrækja vilja fis hér á landi. Er Flugmálastjórn heimilt að gefa út tímabundið leyfi hafi þeir að mati Flugmálastjórnar hlotið sambærilega þjálfun og kveðið er á um í reglugerð um skírteini um þjálfun fisflugmanna.

Þá er í reglugerðardrögunum kveðið á um sérstaka skyldu viðurkenndra fisfélaga til að vekja athygli Flugmálastjórnar Íslands á óeðlilegum frávikum við starfræklu fiss og viðhaldi þess og um atvik sem lúta að flughæfni fisa.

Þeir sem óska geta sent umsagnir sínar á netfangið [email protected] eigi síðar en 24. júlí.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum