Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. júlí 2008 Dómsmálaráðuneytið

Skipun héraðsdómara við héraðsdóm Austurlands og setning dómara við héraðsdóm Reykjavíkur

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Halldór Björnsson, settan héraðsdómara við héraðsdóm Reykjavíkur, í embætti héraðsdómara við héraðsdóm Austurlands frá og með 1. september 2008.

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Halldór Björnsson, settan héraðsdómara við héraðsdóm Reykjavíkur, í embætti héraðsdómara við héraðsdóm Austurlands frá og með 1. september 2008.

Þá hefur ráðherra sett í embætti héraðsdómara við héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. september 2008 þær Önnu Mjöll Karlsdóttur lögfræðing til og með 15. apríl 2010 og Ragnheiði Harðardóttur vararíkissaksóknara til og með 31. ágúst 2010, meðan á leyfi skipaðra dómara stendur.

Listi yfir umsækjendur um ofangreindar dómarastöður:

Vegna skipunar héraðsdómara við héraðsdóm Austurlands:
Anna Mjöll Karlsdóttir, lögfræðingur
Eyþór Þorbergsson, fulltrúi hjá sýslumanninum á Akureyri
Guðmundur Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður
Halldór Björnsson, settur héraðsdómari
Hildur Briem, aðstoðarmaður dómara
Pétur Dam Leifsson, lektor í lögum við Háskóla Íslands og við Háskólann á Akureyri.

Vegna setningar héraðsdómara við héraðsdóm Reykjavíkur 1.9.2008-15.4.2010:
Anna Mjöll Karlsdóttir, lögfræðingur
Brynjólfur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara
Guðmundur Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður
Halldór Björnsson, settur héraðsdómari
Ingiríður Lúðvíksdóttir, settur héraðsdómari
Jón Þór Ólason, lögfræðingur og lektor við lagadeild Háskóla Íslands
Kolbrún Sævarsdóttir, saksóknari við embætti ríkissaksóknara

Vegna setningar héraðsdómara við héraðsdóm Reykjavíkur 1.9.2008-31.8.2010:
Anna Mjöll Karlsdóttir, lögfræðingur
Guðmundur Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður
Halldór Björnsson, settur héraðsdómari
Ingiríður Lúðvíksdóttir, settur héraðsdómari
Jón Þór Ólason, lögfræðingur og lektor við lagadeild Háskóla Íslands
Ragnheiður Harðardóttir, vararíkissaksóknari

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum