Hoppa yfir valmynd

Frétt

7. ágúst 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Breytingar á lögum um útlendinga

Hinn 1. ágúst síðastliðinn tóku gildi breytingar á lögum um útlendinga, nr. 96/2002. Á heimasíðu Fjölmenningarseturs má sjá í stuttu máli hvaða áhrif breytingarnar hafa á rétt útlendinga til dvalar á Íslandi á fjórum erlendum tungumálum auk íslensku.

Í kjölfar lagabreytinganna munu ríkisborgarar innan EES-svæðisins (EES/EFTA) ekki þurfa dvalarleyfi á Íslandi en þeir þurfa þess í stað að skrá dvöl sína og tilgang dvalar hér á landi hjá Þjóðskrá. Ríkisborgarar ríkja utan EES, sem eru aðstandendur EES-ríkisborgara, þurfa áfram að sækja um dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun.

Breytingarnar ná einnig til þeirra sem koma frá ríkjum utan EES (EES/EFTA). Eftir breytingarnar munu dvalarleyfi sem veitt eru á grundvelli atvinnuþátttöku skiptast upp í þrjá flokka: Dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar, dvalarleyfi fyrir íþróttafólk og dvalarleyfi vegna skorts á vinnuafli.

Á heimasíðu Fjölmenningarseturs er að finna upplýsingar um þessar breytingar á fjórum erlendum tungumálum, þ.e. ensku, pólsku, króatísku og taílensku.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum