Hoppa yfir valmynd

Frétt

7. ágúst 2008 Dómsmálaráðuneytið

Samkomulag um sérstakt lögregluátak í fíkniefnamálum á Norðurlandi

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og lögreglustjórarnir Björn Jósef Arnviðarson á Akureyri, Bjarni Stefánsson á Blönduósi, Halldór Kristinsson á Húsavík og Ríkarður Másson á Sauðárkróki auk Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra skrifuðu í dag undir samkomulag um sérstakt samstarfsátak lögreglunnar gegn fíkniefnavanda á Norðurlandi.

Frá heimsókn ráðherra til Akureyrar.
Ráðherra með lögreglustjórum, ríkislögreglustjóra, yfirlögregluþjónum og embættismönnum úr ráðuneyti að lokinni undirritun.

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og lögreglustjórarnir Björn Jósef Arnviðarson á Akureyri, Bjarni Stefánsson á Blönduósi, Halldór Kristinsson á Húsavík og Ríkarður Másson á Sauðárkróki auk Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra skrifuðu í dag, 7. ágúst, undir samkomulag um sérstakt samstarfsátak lögreglunnar gegn fíkniefnavanda á Norðurlandi.

Samkomulagið miðar að stórauknu samstarfi norðlensku lögregluliðanna fjögurra. Komið verður á laggirnar sérstöku teymi þriggja lögreglumanna við rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri ásamt lögreglumanni með fíkniefnahund. Verða tveir lögreglumannanna í teyminu frá sérsveit ríkislögreglustjóra. Starfsstöð fíkniefnateymisins er í lögreglustöðinni á Akureyri en umboð þess nær til allra lögregluumdæmanna fjögurra á Norðurlandi. Með samstarfinu er stefnt að því að efla styrk og samtakamátt lögregluliðanna fjögurra og herða þannig baráttuna gegn innflutningi, dreifingu og neyslu fíkniefna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum