Hoppa yfir valmynd

Frétt

12. ágúst 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu hjúkrunarheimila

Um síðastliðin áramót var gerð breyting á lögum um málefni aldraðra í samræmi við breytta verkaskiptingu ráðuneyta. Samkvæmt lögunum fer félags- og tryggingamálaráðuneytið nú með yfirstjórn öldrunarmála, en heilbrigðisráðuneytið fer með yfirstjórn heilbrigðisþjónustu við aldraða.

Þarfagreining var gerð í samráði við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila, með það að markmiði að forgangsraða uppbyggingu hjúkrunarrýma, fækka fjölbýlum um land allt og bjóða heildstæða, fjölbreytta og samhæfða þjónustu. Við vinnu áætlunarinnar sem nú hefur verið kynnt er áherslan á sveigjanleika og valfrelsi einstaklinga m.a. með breyttri framkvæmd vistunarmats, og að við skipulag þjónustunnar sé ávallt leitast við að nota hentugasta þjónustustigið fyrir einstaklinginn og tryggja þannig sem best lífsgæði aldraðra. Þar er ekki síst lögð áhersla á heilbrigðisþjónustu í heimahúsum svo sem heimahjúkrun og skipulagða uppbyggingu dagvistar- og hvíldarinnlagna.

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar (vefur forsætisráðuneytis - opnast í nýjum glugga)

Framkvæmdaáætlun um byggingu hjúkrunarrýma (pdf 13 KB - opnast í nýjum glugga)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum