Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. september 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Lyfjastefna ESB og afleiðingarnar á smærri markaðssvæðum

Áhrif lyfjastefnu Evrópusambandsins á framboð og verðlag lyfja á smærri markaðssvæðum er viðfangsefni alþjóðlegrar ráðstefnu sem verður nk. föstudag.

Á ráðstefnuninni ræða íslenskir og erlendir sérfræðingar á sviði lyfjamála um samkeppni á lyfjasviði í Evrópusambandinu og um regluverkið sem gildir á EES svæðinu og hvaða breytinga á því má vænta á nýrri öld. Það eru heilbrigðisráðuneytið og Lagadeild Háskóla Íslands sem standa fyrir ráðstefnunni. Ráðstefnan verður í Þjóðminjasafninu og hefst kl. 08:30 föstudaginn 12. september. Erindi og umræður verða flutt á enskri tungu, þátttakendur greiða ekki aðgangseyri inn á ráðstefnuna og eru allir boðnir velkomnir.

Sjá nánar auglýsingu um ráðstefnuna (pdf 181 KB – opnast í nýjum glugga)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum