Hoppa yfir valmynd

Frétt

12. september 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Farið ofan í forsendur RAI kerfisins

Fries, höfundur RAI mats
Fries, höfundur RAI matskerfisins

Höfundur RAI kerfisins hefur síðustu daga ma. farið ofan í forsendur RAI-mats kerfisins sem hér er notað til að meta hjúkrunarþyngd.

Höfundur kerfisins er Brant E. Fries, prófessor í stjórnun heilbrigðisþjónustu og rannsóknarstjóri við háskólann í Michigan í Ann Arbor í Bandaríkjunum. Hann er einnig forstöðumaður Rannsóknarstofnunar í öldrunarfræðum við öldrunarlæknamiðstöð á sama stað. Hann hefur undanfarna daga haldið fundi með embættismönnum heilbrigðisráðuneytisins og sérfræðingum til að fara yfir RAI vistunarmatið og bera undir þennan helsta sérfræðing í RAI mælingum atriði sem kynnu að valda ágreiningi þjónustuaðila og greiðenda þjónustunnar.

Fries er aðalhöfundur að RUG álagsflokkakerfinu sem er notað til að meta umönnunarþyngd íbúa á hjúkrunarheimilum. Um þriðjungur fylkja í Bandaríkjunum notar þetta kerfi til að meta umönnunarþyngd íbúa hjúkrunarheimila og einnig sem grundvöll að endurgreiðslukerfi.

Fries hefur aðstoðað fjölmörg fylki Bandaríkjanna til byggja upp gæðakerfi í hjúkrunarþjónustu sem byggð eru á álagsmælingum og greiðslukerfi sem tengjast umönnunarþyngd. Brant Fries hefur m.a. komið hingað til lands þessara erinda og fjölmargir Íslendingar hafa numið hans fræði og leitað í smiðju til hans.

Hann hefur verið hvatamaður að stofnun interRAI og er forseti þeirra samtaka en þau beita sér fyrir innleiðingu matskerfa við hjúkrunarstjórnun. Brant Fries hefur verið samstarfsaðili í smíði fjölmargra sérhæfðra matskerfa svo sem fyrir heimaþjónustu (RAI HC), geðþjónustu (RAI MH) og verkjameðferð (RAI-PC).

Brant Fries er höfundur fjölmargra bóka og tímaritsgreina þar sem hann greinir frá niðurstöðum rannsókna sinna innan heilbrigðisþjónustunnar og sér í lagi heilbrigðisþjónustu aldraðra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum