Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. nóvember 2008 Innviðaráðuneytið

Frestur til að sækja um greiðslujöfnun

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur gefið út reglugerð um frest einstaklinga til að óska eftir greiðslujöfnun fasteignaveðlána sinna samkvæmt nýsamþykktum lögum um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga.

Óski lántakandi eftir að greiðslujöfnun komi til framkvæmda á gjalddaga í desember næstkomandi þarf hann að skila umsókn til þeirrar lánastofnunar sem hann er í viðskiptum við, eigi síðar en þriðjudaginn 25. nóvember.

Eftir næstu mánaðamót þarf beiðni lántakanda um greiðslujöfnun framvegis að berast lánveitanda eigi síðar en 11 dögum fyrir gjalddaga eigi hún að koma til framkvæmda þá. Berist beiðni lántakanda eftir þann tíma skal greiðslujöfnun koma til framkvæmda á næsta gjalddaga þar á eftir. Lánveitandi getur þó veitt lántakanda rýmri frest en hér segir.

Allir sem eru með verðtryggð fasteginaveðlán hjá opinberum lánastofnunum, lífeyrissjóðum eða öðrum fjármálafyrirtækjum með starfsleyfi hér á landi eiga rétt á greiðslujöfnun, uppfylli þeir skilyrði laganna. Lántakandi skal koma umsókn sinni á framfæri við viðkomandi lánastofnun og skal hún vera umsækjanda að kostnaðarlausu.

Tenging frá vef ráðuneytisinsLög um breytingu á lögum greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga, nr. 63/1985

Tenging frá vef ráðuneytisinsReglugerð um frest einstaklinga til að óska eftir greiðslujöfnun fasteignaveðlána nr. 1059/2008Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira