Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. desember 2008 Utanríkisráðuneytið

Hátíðafundur í tilefni 60 ára afmælis mannréttindayfirlýsingar SÞ

60_ara_afmali_mannrettindayfirlysingar_ST
60_ara_afmali_mannrettindayfirlysingar_ST

Utanríkisráðuneytið og Mannréttindaskrifstofa Íslands standa fyrir hátíðarfundi í Iðnó á morgun, miðvikudag, í tilefni þess að þá eru 60 ár liðin frá því að mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt af allsherjarþingi SÞ. 10. desember er jafnframt alþjóðlegur dagur mannréttinda.

Sextíu ára afmæli yfirlýsingarinnar verður minnst víða um heim undir yfirskriftinni “virðing og réttlæti fyrir alla”. Á hátíðafundinum í Iðnó verður kynnt ný þýðing yfirlýsingarinnar, auk útgáfu með verkum ungra hönnuða sem öll tengjast efni mannréttindayfirlýsingarinnar. Ávörp flytja Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra,  Brynhildur Flóvenz, lektor við Háskóla Íslands og Páll Ásgeir Davíðsson, forstöðumaður Eþíkos. Þá verður frumsýnd hreyfimynd um mannréttindi við undirleik hljómsveitarinnar Hjaltalín og leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir fjallar um mannréttindayfirlýsinguna með sínum hætti.  

 Dagskrá hátíðarfundarins hefst kl. 16:30.  Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum