Hoppa yfir valmynd

Frétt

12. desember 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Samið um bætta sjúkraflutninga

Tveir samningar um sjúkraflutninga voru undirritaðir í dag, annar var gerður við Slökkvilið Akureyrar og hinn við Brunavarnir Suðurnesja. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, og forsvarsmenn Slökkviliðsins og Brunvarnanna undirrituðu samningana, en ráðuneytið greiðir um 70 milljónir króna á ári fyrir hvorn samning.

Á svæði Brunavarna Suðurnesja eru nú farnir um 1.760 sjúkraflutningar á ári, þar af eru flutningar út fyrir heilsugæslusvæðið um 850. Gert er ráð fyrir sambærilegum fjölda sjúkraflutninga á gildistíma samnings, þó með tilteknum frávikum. Á Akureyri eru um 1.230 sjúkraflutningar árlega og þar af eru flutningar út fyrir heilsugæslusvæðið um 125. Auk þess eru umtalsverðir flutningar vegna sjúkraflugs.

Þjónustusvæðið á Suðurnesjum nær til sjúkraflutninga í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að undanskildu svæði Heilsugæslustöðvarinnar í Grindavík. Svæði sjúkraflutninga sem Brunavarnir Suðurnesja annast eru öll Suðurnes þ.e.a.s. frá Hvassahrauni, nánar tiltekið sunnan Virkishóla við Ísal, álver Alcan í Straumsvík, um öll Suðurnes að Reykjanestá utan Grindavíkur, um Seltjörn. Einnig flutningar út fyrir svæðið þegar um er að ræða flutninga  milli stofnana og/eða aðstoð við aðra sjúkraflutningaaðila. Þjónustusvæðið nyrðra nær til sjúkraflutninga í umdæmi heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Svæði heilsugæslustöðvar Akureyrarbæjar er auk Akureyrar; Arnarneshreppur, Hörgárbyggð, Eyjarfjarðarsveit, Svalbarðsstrandahreppur, Grýtubakkahreppur og hluti Þingeyjarsveitar, sem áður hét Hálshreppur.  Innifaldir í sjúkraflutningum eru sjúkraflutningar til og frá flugvöllum. Þá teljast   flutningar út fyrir heilsugæslusvæðið með sama hætti til þjónustusvæðisins.

Samningarnir eru gerðir á grundvelli

- Laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007

- reglugerð um sjúkraflutninga, nr. 503/1986

- reglugerð um menntun, réttindi og skyldur sjúkraflutningamanna, nr.     504/1986

- laga um samræmda neyðarsímsvörun, nr. 25/1995.

Sjúkraflutningum er  samkvæmt samningum skipt í fjóra flokka skilgreinda flokka:

-  F1 sjúkraflutningur sem þýðir flutningur vegna alvarlegs slyss eða sjúkdóma. Í þeim tilvikum er nauðsynlegt að senda strax neyðarbifreið.

- F2 sjúkraflutningur þýðir að um er að ræða alvarlegt slys eða sjúkdóma, en ekki er talin þörf á læknisaðstoð. Í þessum tilvikum er nauðsynlegt að senda strax sjúkrabifreið í forgangsakstri.

- F3 sjúkraflutningur er þegar um er að ræða vægari sjúkdómstilfelli og minni háttar slys.

- F4 er almennur flutningur þegar ekki er um að ræða bráð veikindi eða slys

 

Heilbrigðisráðherra undirritar samning við

bæjarstjórann á Akureyri og forsvarsmenn

Brunavarna Suðurnesja

Akureyri undirritun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Suðurnes undirritun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum