Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. janúar 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-nóvember 2008

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs eftir fyrstu ellefu mánuði ársins 2008 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu nam handbært fé frá rekstri 7,3 ma.kr. innan ársins, sem er 46,2 ma.kr. verri útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður er neikvæður um 30 ma.kr., sem er 18,5 ma.kr. lakari útkoma en í fyrra.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar–nóvember 2004-2008

Liðir
2004 2005 2006 2007 2008
Innheimtar tekjur
247.748
360.791
338.507
389.404
392.733
Greidd gjöld
256.960
279.860
284.909
328.012
392.519
Tekjujöfnuður
-9.213
80.931
53.598
61.391
214
Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.
0
-58.088
-384
-33
-40
Breyting viðskiptahreyfinga
1.036
-1.382
-1.182
-7.809
7.128
Handbært fé frá rekstri
-8.177
21.461
52.031
53.550
7.302
Fjármunahreyfingar
17.734
48.960
-2.138
-67.660
-37.286
Hreinn lánsfjárjöfnuður
9.557
70.420
49.893
-11.484
-29.984
Afborganir lána
-32.321
-61.597
-44.583
-33.828
-45.490
Innanlands
-7.138
-14.089
-21.710
-22.496
-30.019
Erlendis
-25.183
-47.508
-22.873
-11.332
-15.471
Greiðslur til LSR og LH
-6.875
-5.132
-3.650
-3.650
-3.650
Lánsfjárjöfnuður, brúttó
-29.639
3.691
1.660
-48.961
-79.124
Lántökur
27.567
7.734
21.587
63.392
145.286
Innanlands
11.440
7.734
21.345
63.207
101.712
Erlendis
16.127
-
242
185
43.574
Breyting á handbæru fé
-2.072
11.425
23.248
14.430
66.162


Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 393 ma.kr. fyrstu ellefu mánuði ársins sem er aukning um rúma 3 ma.kr. frá sama tíma í fyrra, eða 0,9% aukning að nafnvirði. Tekjuáætlun ársins gerði ráð fyrir að innheimtar tekjur væru 398 ma.kr. og eru þær því um 5 ma.kr. undir áætlun. Skatttekjur og tryggingagjöld námu 354 ma.kr. sem er litlu hærri upphæð en árið 2007. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 11,5% (VNV án húsnæðis) og skatttekjur og tryggingagjöld hafa því dregist saman um 10,2% að raunvirði. Aðrar rekstrartekjur jukust um 26,8% og þar af er mest hækkun á vaxtatekjum af bankainnstæðum.

Skattar á tekjur og hagnað námu um 134 ma.kr. sem er 7,6% aukning að nafnvirði frá sama tíma árið áður. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga um 80 ma.kr. sem er 4,7% aukning að nafnvirði. Tekjuskattur lögaðila nam 23 ma.kr. og dróst saman um 9,3% frá sama tíma árið áður. Skattur af fjármagnstekjum nam tæplega 32 ma.kr. og jókst um 35% á milli ára. Innheimta eignarskatta var um 7 ma.kr. sem er samdráttur upp á um 3 ma.kr. eða 31,9% á milli ára sem er að mestu tilkominn vegna samdráttar í stimpilgjöldum.

Frá ársbyrjun hafa veltuskattar skilað ríkissjóði 167 ma.kr. sem er samdráttur upp á 4,8% að nafnvirði frá fyrstu ellefu mánuðum fyrra árs, og 14,6% raunsamdráttur (m.v. hækkun VNV án húsnæðis). Innheimta veltuskatta í nóvembermánuði skilaði ríkissjóði tæpum 11 ma.kr. sem er um 5 ma.kr. lækkun frá sama mánuði í fyrra. Samdráttur að raunvirði milli ára, miðað við 6 mánaða hlaupandi meðaltal, hefur aukist mjög hratt á síðustu mánuðum og er hann nú 24,2% sem er mesta raunlækkun um árabil eins og sést á myndinni hér að neðan. Virðisaukaskattur skilaði ríkissjóði 118 ma.kr. á tímabilinu sem er 4,4% samdráttur að nafnvirði frá fyrstu ellefu mánuðum ársins 2007 og 14,3% raunsamdráttur. Þá dróst virðisaukaskattur í nóvembermánuði einum saman um þriðjung að nafnvirði en hann kemur af innflutningi fyrir mánuðina september og október. Þess ber þó að gæta að þessi samdráttur skýrist til fulls af áhrifum sérstakrar greiðslufrestunar sem heimiluð var í nóvember. 3,7 ma.kr. af virðisaukaskatti var frestað og koma þess í stað til innheimtu í desember og janúar, en hefði þessi fjárhæð verið innheimt í nóvember hefði virðisaukaskattur verið hinn sami að nafnvirði og í nóvember 2007 eða liðlega 11 milljarðar. Af öðrum helstu liðum veltutengdra skatta er mestur samdráttur í vörugjöldum af ökutækjum eða 26,1% samdráttur í janúar-nóvember og 86% samdráttur í nóvembermánuði einum. Tekjur af tollum og aðflutningsgjöldum námu rúmum 5 ma.kr. sem er aukning um 4,4% og tekjur af tryggingagjöldum 38 ma.kr. sem er aukning um 5,5% á milli ára.

Greidd gjöld nema 392,5 ma.kr. og hækka um 64,5 ma.kr. frá fyrra ári eða um tæp 20%. Mest aukning er vegna almannatrygginga- og velferðarmála 20,1 ma.kr. eða 25,6%. Þar munar mest að lífeyristryggingar hækka um 10,8 ma.kr. á milli ára, fæðingarorlofsgreiðslur um 1,5 ma.kr. og vaxtabætur um 1,4 ma.kr. Almenn opinber þjónusta hækkar um 9,1 ma.kr. eða um 22%. Þar af hækka vaxtagjöld um tæpa 2 ma.kr. Aukning útgjalda til efnahags- og atvinnumála nam 13,2 ma.kr. milli ára eða 28,2%. Útgjöld til heilbrigðismála jukust um 12,2 ma.kr. (14,2%) milli ára, og til menntamála um 4,1 ma.kr. (11,7%).

Hreinn lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs var neikvæður um 30,0 ma.kr. á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Afborganir lána námu 45,5 ma.kr., þar af voru 30 ma.kr. til niðurgreiðslu innlendra skulda. Greiðslur til LSR og LH námu 3.650 m.kr. Lántökur námu 145,3 ma.kr. þar sem 101,7 ma.kr. voru teknir að láni innanlands. Lántökur eru umfram lánsfjárþörf en ákvörðun var tekin á vormánuðum um að auka útgáfur á stuttum ríkisbréfum í því skyni að auka virkni á skuldabréfa- og gjaldeyrismarkaði. Jafnframt var í september tekið 300 milljóna EUR lán til styrkingar gjaldeyrisvaraforða sem veitt var áfram til Seðlabanka Íslands.

Tekjur ríkissjóðs janúar-nóvember 2006-2008

í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liðir
2006
2007
2008
2006
2007
2008
Skatttekjur og tryggingagjöld
315.415
353.502
354.181
12,9
12,1
0,2
Skattar á tekjur og hagnað
107.233
124.371
133.806
20,1
16,0
7,6
Tekjuskattur einstaklinga
69.602
76.003
79.592
13,0
9,2
4,7
Tekjuskattur lögaðila
22.730
25.016
22.699
89,8
10,1
-9,3
Skattur á fjármagnstekjur
14.900
23.352
31.516
-5,3
56,7
35,0
Eignarskattar
8.256
10.525
7.164
-42,6
27,5
-31,9
Skattar á vöru og þjónustu
160.341
174.962
166.617
12,9
9,1
-4,8
Virðisaukaskattur
111.166
123.046
117.634
14,9
10,7
-4,4
Vörugjöld af ökutækjum
9.523
9.833
7.265
1,5
3,3
-26,1
Vörugjöld af bensíni
8.486
8.576
8.157
2,7
1,1
-4,9
Skattar á olíu
6.070
6.723
6.774
52,0
10,8
0,8
Áfengisgjald og tóbaksgjald
10.245
10.745
10.892
4,7
4,9
1,4
Aðrir skattar á vöru og þjónustu
14.852
16.040
15.894
7,4
8,0
-0,9
Tollar og aðflutningsgjöld
4.131
5.233
5.462
34,4
26,7
4,4
Aðrir skattar
1.643
2.763
3.518
10,3
68,2
27,3
Tryggingagjöld
33.811
35.649
37.614
16,1
5,4
5,5
Fjárframlög
1.347
1.008
348
277,1
-25,1
-65,5
Aðrar tekjur
20.793
27.936
35.416
-9,4
34,4
26,8
Sala eigna
952
6.957
2.787
.
.
.
Tekjur alls
338.507
389.404
392.733
-6,2
15,0
0,9


Gjöld ríkissjóðs janúar–nóvember 2006-2008

í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liður
2006
2007
2008
2007
2008
Almenn opinber þjónusta
34.235
41.349
50.443
20,8
22,0
Þar af vaxtagreiðslur
9.018
12.300
14.137
36,4
14,9
Varnarmál
549
842
991
53,4
17,7
Löggæsla, réttargæsla og öryggismál
12.478
14.473
17.733
16,0
22,5
Efnahags- og atvinnumál
39.568
46.869
60.094
18,5
28,2
Umhverfisvernd
3.038
3.550
4.025
16,9
13,4
Húsnæðis- skipulags- og veitumál
364
401
488
10,3
21,7
Heilbrigðismál
76.800
85.439
97.600
11,2
14,2
Menningar-, íþrótta- og trúmál
12.574
14.171
15.359
12,7
8,4
Menntamál
31.267
34.930
39.014
11,7
11,7
Almannatryggingar og velferðarmál
66.351
78.178
98.229
17,8
25,6
Óregluleg útgjöld
6.102
7.809
8.544
28,0
9,4
Gjöld alls
283.325
328.012
392.519
15,8
19,7




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum